
sniff sniff, tölvan mín dó.
ég er búin að gráta söltum tárum í þessari viku sökum þeirrar staðreyndar að c-drifið, blessað sé minning þess, lést.
það skýrir bloggleysi og andleysi og svo margt margt fleira í mínu lífi undanfarna viku.
ég hef spáð í að kaupa mér epli en ég eiginlega tími því ekki... ég sá fyrir mér að Sebastína heitinn myndi endast út BA námið og svo kannski fengi eplið að sigla með inn í MA í fínerís útlöndum.....
allar smásögurnar mínar sem enginn hafði lesið.. allar myndirnar mínar sem ég stalst til að taka af hr.dana...
allar glósurnar mínar úr skólanum...
engin late night skype perraskapur....
all gone....
og því græt ég.
þetta hefur verið erfitt og nú pikka ég inna á hart lyklaborð í Odda...
en ég verð fljót að taka gleði mína þar sem hún Ljósbrá mín var að lenda og er á leiðinni til mín í kúr. Þeir sem hafa gleymt hvernig Barcelona búinn lítur út geta kíkt á myndasíðuna mína fátæklegu hérna til hliðar, skemmtilegar myndir af okkur stelpunum seinasta sumar... ahhh good times..
talandi um seinasta sumar...
í gær var óvissiferð animu...mikil gleði og gaman að segja frá því.
við fórum til Kefl í kaffismökkun hjá Addí á Kaffitár, vísó til Gylfa og Eiríks, stjörnutúr um Hollywood vinabæinn og í matreiðslunámskeið til pabbalings þar sem við einmitt lærðum að gera hummus og máltíðir undir 100 kr handa fátækum LÍNistum....
það var ótrúlega gaman hjá okkur og ég var ekkert smá stolt af því hvað pabbi vakti mikla lukku.. nú þurfum við bara að fara útfæra hugmyndina okkar aðeins nánar og þá kannski minnkum við óeldun ungs fólks niður í ekki neitt... Lestur og matreiðsla mun fara hönd í hönd...
átakið -Niður með skyndibita, eldaðu heima-...
gott fólk, fylgist með......
ég hata SPSS.
þetta er bittersweet samband sem við eigum.
ég elska hvað þetta er sniðugt og hvað það getur gert og sparað mér í beinum reikningi.
ég hata hvað það er leiðinlegt að slá inn gögnin bara til að komast að því að breyturnar eru vitlaust skilgreindar...æðislegt alveg, hreinn unaður!
seinustu helgi fór í í kaffi með exinu mínum honum Gunnari.
ég gæti haft mörg orð um það en held ég spari þau fyrir útvalin eyru vinkvenna, maður ávíst ekki að viðra allan sinn óhreina þvott á þessari síðu.
ég get summeræsað í einu orði....
merkilegt.
við lýsingar á 2 klst spjallinu okkar gæti ég byrjað hverja setningu úrdráttarins á -merkilegt-....
samkvæmt mínum fyrrverendum ætti ég að vera með versta deiting karma í sögu deiting geimsins....
ég held að heimurinn sé kutting mí slack.... hann ákvað að láta mig endurfæðast sem orm en leyfa þessu lífi að halda áfram í semi góðu deiting karma.
ég þakka þér alheimur fyrir þetta.
og með þetta þá meina ég hr.dana.
svo að það sé nú örugglega á hreinu.
ég hitti hana yrsu mína parísarbúa á kaffibarnum í gær.... ég lagði á ráðin um litla heimsókn til hennar að prófalokum.... vá get ekki beðið! ég hef ekki farið til Parísar síðan 2000 með henni elsu minni þegar við snæddum escargot (ekki orð elsa mín ekki orð!), pain au chocolate, cafe au lait og bon bon....mmmm.....
i love paris in the spring time....
ég ætla að svífa um í sólinni í fallegum sumarkjól og flatbotna skóm með henni fallegu yrsu minni og syngja bon jour bon jour....
annars eru engin almennileg drög komin fyrir sumarð.
eiríka boston frænka er búin að hinta á eina heimsókn til sín eða svo.
kb banki hætti með mér.
hr.dani stefnir á ísland.
ég á bókað viðtal eftir helgi hjá vinnuskólum reykjavíkur.
landsbankinn hefur ekki svarað.
saga film bauð mér 2 verk sem ég gat ekki þegið sökum anna.
ég veit ekkert með þetta sumar...
en..
sól og sund og fallegur sumarkjóll og fallegir flatbotna skór og freknur og sólbrún húð....

get ekki beðið!
en já, á leið í kúr og kjafterí með Ljósbrá minni..
ofsalega vermir það mér um hjartarætur þegar svona margir kommenta..voðalega gaman að því :)
ég stefni á langholt 16 í páskafríinu mínu. tja, ef frí má kallast, 2 risa verkefni sem ég þarf að skila. hvað um það, pabbi og mamma ætla að elda góðan mat og ég mun gista í risa rúminu hjá ömmu og afa með allar rásir á sjónvarpinu, troðfullan nammilager og fullt af mat... já í lærdómi alveg rétt..best að gera það svona inn á milli þess sem ég treð í mig nammi og horfi á stelpurnar og óperuh......
nú á ég yfirleitt slæmt deiting karma um páskana.... ef allt gengur smoothly, þá meina ég að enginn dömpi mér, þessa páska þá er kannski búið að rjúfa hringinn...
ég krossa fingur.
ég tók loforð af sumum um að ekkert dramtískt mætti gerast í kringum páskana, það tekur til fyrir, á meðan og rétt eftir.
ég held það verði því lítið um djamm en mikið um kúr og skrif stjórnmála og máltöku barna...
ég er alveg að leka niður...ég stjörf af störu á tölvuskjá...
elsan mín er í fjölskylduferð til NYC og Jamica, hvet alla til að skilja eftir kveðju á siðunni hennar hérna til hliðar...
siggadögg
-sem elskar indverskan og langar á krui thai-
3 ummæli:
Oft tala konur um að karlmenn eigi að orfa á SATC til að " kynnast " hugarfari kvenna betur. Gerði það og gott að læra það, en einnig lærði ég að BACKUP my PC!!
Hversu oft hefur þú séð SATC???
en alltaf gaman að lesa þín skrif.
Mystery Man
p.s. ég skal búa til drama fyrir þig um páskana again :)
save the drama for yo lady....
save the drama
for your mama
all I want is my hoociemama!
ash
Skrifa ummæli